Í auglýsingunni sem meðal annars birtist í Morgunblaðinu í morgun er dagskrá jafnréttisþings um mansal kynnt. Aðalfyrirlesarar þingsins verða erlendir sem er vissulega ekki óvenjulegt. Svo vill til að titlar þeirra og heiti fyrirlestrana eru á ensku. Og það er ekkert einasta orð á íslensku um efni fyrirlestranna eða hvaða fólk þetta er.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember segir meðal annars að ríkisstjórn muni hlúa að íslenskri tungu.Um málstefnu segir í lögum um stöðu íslenskrar tungu að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og að þau skuli sjá til þess að hún sé notuð.Dómsmálaráðherra boðar til jafnréttisþings í næstu viku. Auglýsing þessa efnis hefur verið birt. Hún er að hluta til á ensku. Það virðist á skjön við lög.Íslensk málnefn