Dr. Magnús Skjöld, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, var gestur Heimsgluggans að þessu sinni. Hann er meðal fyrirlesara á ráðstefnu í Norræna húsinu; Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi. Þar verður fjallað um ógnir, öryggi, áskoranir og tækifæri í breyttum heimi. Bogi Ágústsson ræddi ráðstefnuna og alþjóðamálin við Magnús. ERU BANDARÍKIN ÁREIÐANLEGUR BANDAMAÐUR? Magnús Árni benti á að Íslendingar hefðu treyst á Bandaríkjamenn til að annast varnir frá 1951. Nú væri hins vegar svo komið að spyrja yrði hvort Bandaríkin væru enn áreiðanlegur bandamaður. Íslendingar yrðu að hafa tæki til að greina eigin stöðu. Magnús Árni sagði að sænska hugveitan V-Dem, sem fylgist með lýðræðisþróun, lýsti áhyggjum af hraðri öfugþróun lýðræðis í Bandaríkjunum í nýjustu skýrslu sinni. VILJ