Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Verkföll og gott rokk

Ann Þórsson féll fyrir Íslandi um aldamótin og fann þar ástina. Fjölskylda hennar býr í Breiðuvík á Snæfellsnesi, ræktar skóg og rekur stórt bifvélaverkstæði.Ann skrifar skáldsögur um spennuþrungið líf og ólgu í verkföllum í æsku hennar á Thatcher-tímanum. Hún ólst upp í kolanámuþorpi nálægt Chersterfield. „Þetta voru erfiðir tímar, mikið atvinnuleysi eftir að kolanámum var lokað“. Hún segist muna vel eftir stemningunni í samfélaginu. „Þetta var áhrifamiklið tímabil og margt sem gerðist. Líka svolítið skemmtilegt. Mikið af góðri tónlist“.Sjálf segist hún hafa sótt rokktónleika stíft en kannast ekki við að hafa aðhyllst pönkbylgjuna sérstaklega. „Ég var svona rock-chick. Ég er ennþá í leðurjakkanum.“Bækur Ann Þórsson eru orðnar þrjár talsins og sú fjórða er væntanleg.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera