Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 norðaustan við Grímsey

Grímseyjarferjan Sæfari siglir inn í Grímseyjarhöfn.RÚV / Sölvi AndrasonJarðskjálfti af stærðinni 3,8 reið yfir um norðaustan við Grímsey laust fyrir miðnætti. Nokkrir kröftugir eftirskjálftar hafa fylgt. Fyrstu mælingar bentu til stærðarinnar 4,2. Hann fannst í byggð á Norðurlandi og er hluti að hrinunni austur af Grímsey síðustu tvo daga. Nokkuð hafði dregið úr skjálftavirkninni fyrir þennan skjálfta. Frá því í gærmorgun hafa orðið á milli tólf og þrettán hundruð skjálftar á þessum slóðum samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera