Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar vísaði tillögu að nýju nafni fyrir Bjargargötu aftur til götunafnanefndar í dag. Örnefnanefnd gerði borginni að endurnefna götuna í ljósi þess hve líkt nafnið er Bjarkargötu sem liggur steinsnar frá.Bjargargata er á háskólasvæðinu í Vatnsmýri milli Sturlugötu og Eggertsgötu og milli húsa Grósku og Alvotech. Örnefnanefnd gerði borginni að endurnefna götuna í ljósi þess hve líkt nafnið er Bjarkargötu sem liggur steinsnar frá, hinum megin við Hringbraut. Örnefnanefnd taldi heitið til þess fallið að valda ruglingi hjá almenningi og viðbragðsaðilum.Á fundi sínum í dag tók umhverfis- og skipulagsráð fyrir tillögu götunafnanefndar að nýju nafni. Tillagan var Völugata. Hefð er fyrir því á háskólasvæðinu í Vatnsmýri að nefna götur eftir persónum úr íslen