Góður framgangur í þróun og klínískum rannsóknum hjá Oculis hefur þýtt að greinendur erlendra fjármálastofnana hafa margir hverjir á síðustu dögum hækkað nokkuð verðmat sitt á líftæknifélaginu, sem er að þeirra mati verulega undirverðlagt á markaði um þessar mundir. Á það er bent að mikil tækifæri felist í lyfjapípu Oculis en félagið áformar að sækja um markaðsleyfi í Bandaríkjunum á seinni helmingi næsta árs fyrir sitt fyrsta lyf.