Luiz Inacio Lula da Silva Brasilíuforseti kveðst ætla að þrýsta á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að mæta í eigin persónu til friðarviðræðna við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Tyrklandi.Lula bætist þannig í hóp þjóðarleiðtoga sem hvetja Pútín til að setjast að samningaborði og stöðva innrásarstríðið í Úkraínu. Lula lét framangreind orð falla á blaðamannafundi eftir ráðstefnu í kínversku höfuðborginni Beijing. Þaðan heldur hann til Moskvu á leiðinni heim til Brasilíu.Lula sagðist ætla að reyna að tala við Pútín en kvað það ekki kosta hann neitt að segja, „heyrðu félagi Pútín, farðu til Istanbúl og leitaðu samninga, árinn hafi það.“ Samningaviðræðurnar, sem áætlað er að hefjist á miðvikudag, yrðu fyrsta beina samtalið milli úkraínskra og rússneskra ráðamanna frá því skömmu eftir allsher