Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Blíðviðri skiptist nokkuð jafnt milli landshluta

Blíðviðri skiptist nokkuð jafnt milli landshluta í vikunni, segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hins vegar sé besta veðrið líklega á Norður- og Austurlandi. Hiti mældist yfir 22 stigum á Austurlandi í dag.Eiríkur sagði að spáin væri ósköp svipuð fyrir næstu daga; almennt suðlæg átt og bjart og hlýtt. Hins vegar gæti þykknað upp við og við á vesturhluta landsins.„Heilt yfir er nú veðrið mjög svipað á landinu. Það eru suðlægar áttir, kannski hvassara á vesturhluta landsins; einkum á Reykjanesinu og Snæfellsnesi. Annars er nú hægari vindur og almennt séð bjartviðri eða léttskýjað alls staðar. Þannig að hitanum er nokkuð jafnt skipt ef frá er talið svona annesin eins og á Austfjörðum, þar sem sjórinn er kaldur.“ HLÝJAST Á NORÐUR- OG AUSTURLANDI Hæstu hitatöl

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera