Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu skipulag og störf þingnefnda á Alþingi í dag. Þeir gerðu meðal annars athugasemdir við að dagskrá tiltekinna nefnda væri of þétt og gestir þyrftu að vera kallaðir til oftar en einu sinni. Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason, Miðflokki, voru þeirra á meðal.„Ég held að það sé einnar messu virði að hvetja þessa kappsömu nefndarformenn til þessa ætla sér ekki um of því. Það mun orsaka það, þegar á reynir og upp verður staðið, að mál vinnast að öllum líkindum hægar í gegnum nefndirnar en annars hefði orðið ef skipulag hefði verið með þeim hætti að að flæði sé eðlilegt og gestakoma hvers umsagnaraðila klárist í einni atrennu,“ sagði Bergþór.Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þetta og nefndi sér