Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, kærði Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara til nefndar um eftirlit með lögreglu í mars, fyrir að vera vanhæfur um að rannsaka Namibíumálið svokallaða. Hann telur það hafa hrundið af stað atburðarás sem leiddi til þess að Ríkisútvarpið fékk gögn sem voru til umfjöllunar í Kveik og Kastljósi fyrir skemmstu.Jón Óttar segist í viðtali við Frosta Logason í hlaðvarpsþættinum Spjallið að hann sé fullviss um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafi sjálfur lekið gögnunum til Ríkisútvarpsins.„Það sem í raun og veru keyrir þetta í gang er að fyrir nokkrum vikum þá kærði ég héraðssaksóknara til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu þar sem ég sagði að þeir væru í raun vanhæfir til að rannsaka mig í þessu svokallaða Namibíumáli,“ segir Jón Óttar í hl