Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Íbúi í Grímsey vaknaði við stærsta skjálftann

Íbúi í Grímsey vaknaði við stærsta skjálftann í jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir austan eyjunnar. Um 240 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 4,7 að stærð, reið yfir klukkan fjögur í morgun.Halla Ingólfsdóttir, íbúi í Grímsey, segist hafa vaknað við stærsta skjálftann og farið fram úr. Hún hafi svo orðið vör við annan til viðbótar áður en hún sofnaði aftur.Stærsti eftirskjálftinn var 3,5 en Iðunn Kara Valdimarsdóttir hjá Veðurstofu Íslands segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst um og undir 3 en flestir undir 2 að stærð.Halla segist ekki hafa orðið vör við fleiri skjálfta. Íbúar Grímseyjar eru þó ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Haustið 2022 stóð skjálftahrina yfir í fleiri vikur.„Vön og ekki vön – þetta er alltaf óþægilegt, sérstaklega þegar þeir verða svona stórir. Maðu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera