Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fjórir innlendir fá að selja hluti í Íslandsbanka

Fjármálafyrirtækin Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn hafa verið ráðin af fjármálaráðuneytinu til að vera innlendir seljendur á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Búið er að semja við erlenda seljendur. Almenningi er tryggður forgangur á aðra tilboðsgjafa í útboðinu. Ríkið á tæp 43% í bankanum. Einn innlendu seljendanna, Landsbankinn, braut lög þegar það veitti þjónustu í fyrra útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka 2022. Þetta var niðurstaða fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Lögin sem Landsbankinn braut voru lög um markaði fyrir fjármálagerninga. Ekki var þó talið tilefni til að beita viðurlögum vegna brotanna.Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru á efstu hæðunum í þessu húsi við Smáralind í Kópavogi.RÚV / Ragnar Visage

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera