Bandarísku stórleikararnir Richard Gere, Susan Sarandon og Mark Ruffalo eru meðal um 380 frægðarmenna sem hafa undirritað opið bréf til að fordæma hernaðaraðgerðir Ísraela á Gaza. Bréfið var birt í franska dagblaðinu Libération í dag, í aðdraganda Cannes-kvikmyndahátíðarinnar.Í því segir að undirritaðir geti ekki þagað meðan þjóðarmorð sé framið á Gaza. Þeir vottuðu palestínska fréttaljósmyndaranum Fatima Hassouna einnig virðingu sína. Hún lést í árás Ísraelshers á Gaza um miðjan apríl, en heimildarmynd um hana verður frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðínni.Richard Gere og Susan Sarandon eru meðal þeirra sem undirrituðu bréfið.EPA / ALESSANDRO DELLA BELLA