Lögreglan á Austurlandi tók þátt í fjölþjóða lögregluaðgerð sem leiddi til þess að 57 voru handteknir í tengslum við þjófnað, smygl og skipulagða glæpastarfsemi.Sænska ríkisútvarpið SVT greindi frá því í dag að lögreglan þar í landi hefði farið fyrir aðgerð sem hefði leitt til handtöku fjölda manns. LÖGÐU HALD Á STOLNA BÍLA OG BÁTA Flestir voru handteknir í Svíþjóð og þar á eftir í Danmörku. Lögreglulið í Eystrasaltsríkjunum, Noregi og á Íslandi höfðu aðkomu að aðgerðinni. Lögregla lagði hald á mikið þýfi, meðal annars bíla, báta, hjól og úr.Lögregla kannaði um 20.000 einstaklinga og 15.000 ökutæki í tíu löndum í aðgerðinni sem stóð yfir í nokkra daga. Aðgerðin beindist að mestu að ferjum en einnig að öðrum landamærastöðvum við brýr, vegi og flugvelli.Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlö