Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Dómsmálaráðherra óskar eftir gögnum um gagnastuld njósnafyrirtækis

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum um gagnastuld njósnafyrirtækis sem RÚV hefur fjallað um að undanförnu. Hún sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að rannsaka ætti málið sem sakamál. Hún hefði sent bréf til Héraðssaksóknara í dag þar sem hún óskaði eftir skýringum og upplýsingum um verklag þar um.Hún sagði gagnaþjófnað vera árás á það fólk sem átti í hlut en ekki síst á réttarkerfið sjálft. Án trausts frá almenningi væri kerfið ekki neitt.„Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafi þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust almennings

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera