Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) halda úti TikTok-reikningi sem kallast Ekkert slor. Þar hafa undanfarið birst myndbönd þar sem varað er við hækkun veiðigjalda, en fyrir þá sem rekast fyrir tilviljun á myndböndin er ekki augljóst hvaðan þau koma. Fólk þarf sérstaklega að skoða reikninginn sjálfan til að sjá að þarna er SFS á ferðinni. Lesa meira