Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Mál Íslendinga sem handteknir voru á Spáni ekki komið á borð stjórnvalda

Mál þriggja Íslendinga sem voru handteknir á Alicante á Spáni fyrir vörslu mikils magns fíkniefna hefur hvorki ratað á borð alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra né borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.Fjallað er um málið hjá fjölmiðlinum Todo Alicante en Vísir greindi frá því á vef sínum í gær. Þar kemur fram að tvær konur og einn karl, Íslendingar á aldrinum 24 til 48 ára, hafi verið handtekin og ákærð fyrir brot gegn lýðheilsu fyrir vörslu mikils magns fíkniefna.Lögreglan stöðvaði bifreið fólksins sem kvaðst vera á leið í ferjuna til eyjunnar Ibiza.Fíkniefnin fundust um borð í bifreiðinni og innanklæða hjá konunum. Alls fundust 485 grömm af kókaíni, marijúana, hassi, metamfetamíni og bláu dufti. Auk þess lagði lögregla hald á pökkunarbúnað sem talinn er gefa til kynna að fólkið hafi ætla

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera