Þegar rúmur sólarhringur er til stefnu, þar til VÆB stígur á svið og heillar Evrópu með góðum lifandi flutning á laginu Róa í Eurovision, stefnir allt í að þrjár þjóðir berjist um síðasta „lausa sætið“ í úrslitin 17. maí. Í dag er dómararennsli en það er í raun general-prufa þar sem dómaraatkvæði eru ekki notuð nema í algjörum undantekningartilfellum í undanúrslitum. Sú breyting var gerð fyrir tveimur árum síðan þegar ákveðið var að láta einungis símaatkvæði stýra því hvaða þjóðir keppa til úrslita. PLÖTUSNÚÐURINN ÞEYTIST ÚT AF TOPP TÍU LISTANUM Það hafa orðið miklar sviptingar í Basel í Sviss nú þegar stutt er í fyrri undankeppnina. Þegar keppendur hófu æfingar í St. Jakobshalle í Basel stefndi allt í að heimsþekkti plötusnúðurinn Gabry Ponte flygi áfram í úrslitin með lagið Tutta L'It