Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Nauðsynlegt að breyta framkvæmd útboða og girða fyrir óeðlilega lág tilboð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir nauðsynlegt að breyta framkvæmd útvistunar á ræstingum og girða fyrir að ríkið geti samþykkt óeðlilega lág tilboð. Hún segist ekki trúa öðru en að ríkið segi upp samningum við ræstingarfyrirtæki sem ekki hafa staðið við umsamdar launahækkanir starfsfólks. RÍKIÐ HÆTTI ÚTVISTUN RÆSTINGA EÐA DRAGI VERULEGA ÚR HENNI Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar lögðu fram tillögur um breytingar á útvistun ræstinga hjá hinu opinbera á fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í febrúar. Megininntak tillagnanna er að ríkið hætti útvistun eða dragi verulega úr henni.„Staðreyndin er sú að útboð ræstinga hjá ríkinu hefur margfaldast á síðustu árum og við teljum að þau ræstingarfyrirtæki sem ríkið á vi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera