Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Kexleysi á kaffistofum Landspítala kemur illa við starfsfólk

Starfsmenn Landspítalans eru ósáttir með kexleysi á kaffistofum. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku og ljósmóðir á kvennadeild hafa vakið athygli á óánægju starfsfólks á samfélagsmiðlum.Atli Dagur Sigurðsson hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir starfsmenn furða sig á því að Landspítalinn bjóði starfsmönnum sínum ekki lengur upp á kex og vöfflur.Í samtali við fréttastofu segir Atli það ekki gott fyrir starfsfólk að missa kexið. Starfsmenn bráðamóttökunnar hafi oft ekki tíma til að taka matarhlé og þá sé gott að geta gripið í kex til að halda orkunni uppi á vaktinni. Starfsmenn baki einnig gjarnan í vöfflur til að halda uppi starfsanda á deildinni á erfiðum dögum.Í bili eigi bráðamóttakan nokkuð af kexi frá fyrirtæki sem sendi það eftir að hafa borist ábending um stöðuna. > @atlidagur O

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera