Fjórir læknar gagnrýna að íbúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík muni búa þar áfram og að hjúkrunarheimilið starfi óbreytt á meðan byggingarframkvæmdir fara þar fram. Ákvörðunin sé tekin að íbúunum forspurðum sem fái hvorki grenndarkynningu né andmælarétt.