Danskir læknar skikkaðir til að vinna á Falstri
Svo rammt hefur kveðið að læknaskorti í dreifðari byggðum Danmerkur að yfirvöld hafa tekið til þess bragðs að skylda sérfræðilækna til að vinna á sjúkrahúsum þar sem þörfin er mest.Af dönsku heilbrigðisumdæmunum fimm eru fæstir sérfræðilæknar í héraðinu sem kennt er við Sjáland, en það nær yfir Sjáland utan Kaupmannahafnarsvæðisins, auk eyjanna Lálands, Falsturs og Manar. Þessi skekkja veldur nokkurri kergju, en fyrir utan minna framboð á þjónustu eru ýmsir langvinnir og fjölþátta heilsukvillar líka algengari á þessum svæðum og þjónustuþörfin því meiri, að því er Danska ríkisútvarpið segir frá.Héraðsyfirvöld Sjálands hafa reynt að laða lækna að dreifðari svæðum, en árangurslaust, og hafa því ákveðið að skylda hátt í 100 sérfræðilækna sem vinna á sjúkrahúsum í Hróarskeldu og Køge, sem eru r