Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fann ungur drengur kertastjaka frá siðaskiptum?

„Annars vegar er þetta kertastjaki og hins vegar lítil stytta sem að hefur verið á heimilinu síðan ég man eftir mér. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um hvaðan þetta kæmi þá segir pabbi mér að þegar hann var fimm ára þá er verið að taka eitthvað í gegn hér í kirkjunni og fleygja út munum. Hann hirðir þessa tvo hluti úr haugnum,” segir Arney Ösp Vilhjálmsdóttir í þættinum Fyrir alla muni.Í kringum árið 1944 fann faðir hennar kertastjaka og litla styttu þegar tiltekt stóð yfir í kirkjunni við Munkaþverá. „Hann er bara fimm ára gutti og hirðir þetta og finnst það merkilegt,” segir Arney. Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit er sögufrægur staður. Þar var á öldum áður kaþólskt klaustur sem hafði mikil ítök. Í þættinum skoða þau Sigurður og Viktoría hvort það geti verið að gripirnir séu frá tímum klaustr

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera