Hátíðardagskrá hefur verið í Kópavogi um helgina en afmælisdagurinn er raunar á morgun, en þann 11. maí 1955 fékk Kópavogur kaupstaðarréttindi. Þó að saga Kópavogs sé mun lengri hófst hröð uppbygging eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar fjöldi fólks fluttist úr Reykjavík og byggði sér hús í úthverfunum. Mikil uppbygging varð í Kópavogi á skömmum tíma og núna eru íbúarnir orðnir 40 þúsund talsins.Afmælinu hefur verið fagnað víða um bæinn og í dag var risastór afmæliskaka á boðstólum í Smáralind. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar skáru kökuna, samkór Kópavogs tók lagið - og blöðrulistamenn skemmtu yngstu kynslóðinni.Fótboltasvæðið, sundlaugarnar og íbúarnir eru meðal þess sem Kópavogsbúum þykir best við bæinn sinn.