Í dag hefst formleg dagskrá í kringum Eurovison, æfingum er lokið, atriðunum hefur verið læst og nú eru einungis eftir dómararennsli og generalprufur.Fjölmiðlar eru mættir á staðinn, allar ríkisstöðvar sem ekki voru nú þegar komnar með sína fulltrúa hingað til Basel koma í dag og bærinn iðar af lífi. Hér hafa allar götur verið skreyttar með litríkum fánum, merki Eurovision er að sjá á hverju götuhorni og fólk á kaffihúsum keppist við að spá hinum og þessum löndum sigri í keppninni, sem fær mann til að hugsa: Hvaða þjóð vinnur í ár? TVÆR ÞJÓÐIR TALDAR LÍKLEGASTAR Ef veðbankar eru skoðaðir í kjölinn er hægt að fá svör við ýmsum spurningum en að öllu óbreyttu ætti þetta að vera hörkukeppni milli Svíþjóðar með lagið Bara bada bastu og Wasted Love sem er framlag Austurríkis í ár.Það eru aftu