Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hafnaði þjóðarmorðsmáli Súdan gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Alþjóðadómstóllinn í Haag ákvað í dag að taka ekki fyrir mál Súdans gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir að brjóta gegn alþjóðasáttmálanum um þjóðarmorð.Í málsgögnum sakar Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin um að styðja við uppreisnarherinn RSF sem hefur verið sakaður um þjóðarmorð og mannréttindabrot í Darfúr-héraði. Borgarastríð milli RSF og súdanska hersins braust út í apríl 2023 og RSF ræður ríkjum í stórum hluta Darfúr. Báðar stríðandi fylkingar hafa verið sakaðar um að brjóta mannúðarlög.Súdan höfðaði málið í mars og Sameinuðu arabísku furstadæmin sögðu það tilhæfulaust. Ríkið væri ekki þátttakandi í stríðinu og með ásökunum sínum væru stjórnvöld í Súdan að draga athygli frá eigin ábyrgð á hörmungunum. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa endurtekið hafnað ásök

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera