„Þegar maður hefur farið víða og margt séð og margt gert þá náttúrulega liggur beint við að maður hugsi stundum hvað ef. En það hefur samt voðalega lítið upp á sig. Maður verður eiginlega bara að horfa fram á veginn,“ segir Guðjón Sigurður Tryggvason fatahönnuður sem var einungis 26 ára þegar hann greindist með MS-sjúkdóminn.Hann segist þó ekki hugsa um hvað hefði orðið í sambandi við sjúkdóminn. „Í fyrsta lagi af því að það hefur voðalega lítið upp á sig og í öðru lagi af því að það er svo margt annað sem hefði alltaf komið upp.“Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ræddi við Guðjón í Segðu mér á Rás 1 um sjúkdómsgreininguna, tíma hans í París og Brussel og daginn í dag. „ Það er bara eins og með allt annað, maður verður bara að takast á við það með æðruleysi og mýkt. Þó að það hafi oft verið erf