Eftir skelfilega hryðjuverkaárás í Kasmírhéraði í Indlandi í síðustu viku, þar sem 26 óbreyttir borgarar voru myrtir, hefur spennan á milli Indlands og Pakistans stóraukist. Þjóðirnar eru erkióvinir og búa báðar yfir fjölmennum herafla sem og kjarnorkuvopnum.