Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Afturkalla ógildingu dvalarleyfa tímabundið

Bandarísk yfirvöld ætla að draga tímabundið til baka ógildingu fjölda dvalarleyfa erlendra háskólanema í landinu eftir að margir þeirra leituðu til dómstóla til að fá ákvörðuninni hnekkt. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir lögmanni á vegum stjórnvalda.Yfir 1.200 nemar víðs vegar um Bandaríkin misstu skyndilega dvalarleyfi á síðustu vikum, margir án skýringa, og áttu því í hættu á að vera vísað úr landi. Sumir hafa þegar yfirgefið Bandaríkin.Margir leituðu til dómstóla á þeim grundvelli að þeim hefði verið neitað um réttláta málsmeðferð. Dómarar fyrirskipuðu í mörgum tilfellum að ógilding dvalarleyfa yrði felld tímabundið úr gildi.Lögmaður á vegum stjórnvalda sagði í gær að ógildingin yrði felld úr gildi tímabundið. Innflytjenda- og tollastofnun Bandaríkjanna ynni hins vegar að skipula

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera