Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Rússneskur hershöfðingi drepinn í sprengingu

Rússneskur hershöfðingi, Yaroslav Moskalik, féll í sprengingu í bíl nærri Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær. Að sögn rússneskra yfirvalda hafði heimatilbúinni sprengju verið komið fyrir í bílnum, sem lagt hafði verið nærri heimili hans. Bíllinn hafi sprungið þegar Moskalik gekk fram hjá honum.Yfirvöld hafa sprenginguna til rannsóknar. Enginn hefur lýst ábyrgð á henni en Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, kenndi Úkraínumönnum um að hafa staðið að henni.Árásin líkist fyrri árásum á rússneska embættismenn, til að mynda hershöfðingjann Igor Kirilov sem var drepinn í sprengingu í desember í fyrra.Rússnesk yfirvöld rannsaka sprenginguna.AP / Uncredited

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera