Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Yfir þriggja milljarða króna viðsnúningur í rekstri Árborgar

Rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Árborgar á síðasta ári var sú besta í fjölda ára og varð yfir þriggja milljarða króna viðsnúningur í rekstri þess. Þetta kemur fram í tilkynningu Árborgar um niðurstöðu ársreiknings sem lagður var fram í bæjarráði sveitarfélagsins í gærmorgun.Þar segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir um 115 milljóna króna neikvæðri niðurstöðu en rekstrarniðurstaða A- og B-hluta sé jákvæð um 3.243 milljónir.Hagræðingaraðgerðir séu meginskýring jákvæðrar niðurstöðu. Til að mynda sala eigna og auknar tekjur, meðal annars vegna fjölgunar íbúa og álags á útsvar. Sala byggingarréttar fyrir land í Björkurstykki skili um 700 milljónum umfram áætlanir og sérstakt álag á útsvari á síðasta ári skili um 300 milljónum meira en áætlað var. REYNI Á AÐ SÝNA ÁBYRGÐ Í REKSTRI Bragi Bjarnas

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera