Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Nærri 900 staðfest mislingasmit í Bandaríkjunum

Nærri 900 tilfelli mislinga hafa greinst í Bandaríkjunum það sem af er ári, og nær útbreiðslan til tíu ríkja. Langflest tilfelli eru í Texas, 646 talsins, þar sem faraldurinn hófst fyrir þremur mánuðum.Tilfellin eru samanlagt 884 í ríkjunum tíu, eða þrefalt fleiri en greindust í Bandaríkjunum allt síðasta ár.Mislingar eru bráðsmitandi en bóluefni gegn þeim virkar mjög vel. Útbreiðslan er mest á svæðum þar sem fáir eru bólusettir, þar á meðal í samfélagi mennoníta í Vestur-Texas.Bólusetning virkar mjög vel til að hefta útbreiðslu mislinga.AP/FR171627 AP / Annie Rice

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera