Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Neitar að hafa myrt Thompson

Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa orðið framkvæmdastjóra heilbrigðistryggingafyrirtækis að bana í New York í fyrra, lýsti yfir sakleysi vegna allra ákæruliða. Dómsmálaráðuneytið og saksóknarar krefjast dauðarefsingar.Það vakti talsverða athygli þegar Brian Thompson var drepinn snemma dags 4. desember í fyrra. Af myndböndum af vettvangi að dæma virtist maður bíða eftir Thompson, ganga upp að honum og skjóta hann nokkrum skotum í hnakkann. Mangione var handtekinn fimm dögum síðar í borginni Altoona í Pennsylvaníu eftir umfangsmikla leit.Mangione er ákærður fyrir morð, leynilega eftirför og vopnalagabrot.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera