Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri opinberaði í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í kvöld nöfn þeirra leikara og dansara sem fara með hlutverk í söngleiknum Moulin Rouge! sem verður frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins í haust.Yfir 300 dansarar sóttu um að taka þátt í prufum fyrir þau danshlutverk sem í boði voru. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að hæfileikarnir sem komu fram í prufunum hafi verið stórkostlegir og valnefnd hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun.Í burðarhlutverkum sýningarinnar, þeirra Satine og Christian, verða þau Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber. Í aðalhlutverkum eru einnig Halldór Gylfason sem Zidler, Björn Stefánsson sem Toulouse-Lautrec, Valur Freyr Einarsson sem hertoginn og Haraldur Ari Stefánsson sem Santiago.Með önnur hlutverk fara Íris