„Matarbirgðir frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna á Gaza eru á þrotum. Síðan 2. mars hafa hvorki hjálpargögn né söluvörur borist og viðbragðsgeta okkar fer stöðugt minnkandi,“ sagði Antoine Renard, yfirmaður stofnunarinnar í Palestínu.Matur frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur verið líflína fyrir marga íbúa Gaza. Síðustu matarbirgðunum var dreift í dag til súpueldhúsa sem almenningur getur leitað til. Búist er við að starfsemi þeirra verði hætt á næstu dögum, þegar hráefnið sem þau fengu í dag klárast.Allar matarbirgðir Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza eru á þrotum. Þeim síðustu var dreift í dag og er búist við að þær dugi í nokkra daga. Flutningabílar með þúsundir tonna af mat bíða við landamærin.Tuttugu og fimm bakaríum á vegum Matvælaáætlunarinnar var lokað um síðustu má