Einn af hverjum tíu á aldrinum 16 til 24 ára í Danmörku þjáist af eyrnasuði. Það er mikil aukning síðan 2010. Sérfræðingar á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum greina það nú í fyrsta sinn hjá börnum allt niður í fimm ára. Sérfræðingar vilja að stjórnvöld gefi út ráðleggingar í varúðarskyni.Eyrnasuð er hljóð sem fólk heyrir en ekki aðrir í kringum það. Það getur verið í öðru eyranu eða báðum og í sumum tilvikum inni í höfðinu.Helsta ástæða aukningarinnar er talin vera sú að í kringum börn og ungt fólk sé nær aldrei þögn. Heyrnarsérfræðingur á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum segir vitað að eyrnasuð geti kviknað eða orðið truflandi bæði vegna heyrnarskaða af völdum hávaða og vegna streitu, sem sé annar orsakavaldur.