Þrír menn, sem eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði, ganga lausir. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum en einn þeirra var úrskurðaður í farbann.Til að farbanni sé beitt verða skilyrði gæsluvarðhalds að vera uppfyllt. Að sakborningur hafi náð 15 ára aldri, rökstuddur grunur sé um sekt og að sakfelling geti leitt til fangelsisvistar.Þá þarf eitt af eftirtöldu að eiga við; að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt vegna rannsóknarhagsmuna, hætta sé á flótta eða að hann brjóti af sér aftur. Lögregla hefur ekki viljað greina frá því hvers vegna ekki var talin þörf á gæsluvarðhaldi.Hvernig horfir það við þér að þeir gangi lausir?„Ég vil byrja á að nefna að ef það eru vísbendingar um að brotum eins og þessum fari fjölgandi, hópnauðgunum, þá er það auðvitað