Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Býflugnabóndi grunaður um þjóðarmorð

Býflugnabóndi í New York, sem hefur búið í Bandaríkjunum í nokkra áratugi, er sakaður um að hafa verið í leiðtogahlutverki við þjóðarmorðin í Rúanda á tíunda áratugnum. Hann var handtekinn í gær fyrir að hafa hylmt yfir fortíð sína þegar hann sótti um græna kortið og bandarískan ríkisborgararétt.Faustin Nsabumukunzi er ákærður fyrir að hafa ekki greint bandarískum yfirvöldum frá embætti sínu sem bæjarstjóri í Rúanda þegar þjóðarmorðin voru framin árið 1994. Þá var hann 34 ára. Talið er að um 800 þúsund Tútsar hafi verið drepnir í þriggja mánaða herferð gegn þeim.Lögmaður hans segir Nsabumukunzi vera löghlýðinn býflugnabónda og garðyrkjumann sem hafi búið á Long Island í meira en tvo áratugi. Hann sé sjálfur fórnarlamb þjóðarmorðanna í Rúanda og hafi misst fjölda fjölskyldumeðlima og vina.S

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera