Þau Kim Lembek og Tatjana Latinovic hlutu Orðstírinn í dag, heiðurviðurkenningu til þýðenda íslenskra bókmennta. Lembek þýðir íslenskar bækur yfir á dönsku og Latinovic snýr þeim á serbnesku og króatísku.Halla Tómasdóttir forseti veitti þeim Lembek og Latinovic verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðdegis. Auk embættis forseta Íslands standa Miðstöð íslenskra bókmennta, Bandalag þýðenda og túlka, Íslandsstofa og Bókmenntahátíð í Reykjavík að verðlaununum. Þau eru veitt annað hvert ár.