Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, fór á fund Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Moskvu í dag. Þetta er í fjórða sinn sem þeir eiga fund saman um möguleg endalok stríðsins í Úkraínu.Forseti Úkraínu segir afstöðu Úkraínu gagnvart Krímskaga ekkert hafa breyst. Úkraínska þjóðin eigi að fá að ákveða hvað tilheyrir Úkraínu. Erindreki Bandaríkjaforseta átti fund með Rússlandsforseta í dag.Fundurinn stóð yfir í þrjár klukkustundir og var uppbyggilegur, segir í yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda. Viðræðurnar þokuðust nær því að finna leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu. Möguleiki á að taka aftur upp beinar viðræður Rússlands og Úkraínu var jafnframt ræddur á fundinum.Viðtal tímaritsins Time við Donald Trump Bandaríkjaforseta var birt í dag. Þar segir Trump að hann telji