Síðustu daga hefur verið mikil umfjöllun um leigubílamarkaðinn - Spegillinn var nýverið í miðbæ Reykjavíkur þar sem fjölmargir bílstjórar slást um örfáa farþega og í kvöldfréttum sjónvarps í gær var sagt frá því að Isavia hefði gripið til þess ráðs að ráða nokkurs konar leigubílavörð; hann á að hafa eftirlit með leigubílstjórum og leiðbeina farþegum. FJÖLGAÐI LEYFUM TIL AÐ BREGÐAST VIÐ ÁKALLI Áður en núgildandi lög tóku gildi fyrir þremur árum var þak á fjölda þeirra atvinnuleyfa sem gefin voru út fyrir ákveðin svæði. Þannig voru 520 fyrir höfuðborgarsvæðið, 20 fyrir Akureyri og fjörutíu í Reykjanesbæ.Fjöldinn hélst svo til óbreyttur í rúma tvo áratugi þegar þeim var fjölgað um hundrað - í 680 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta var gert til að koma til móts við óskir um meiri þjó