Stýrihópur hefur verið skipaður á Suðurnesjum sem ætlað er að undirbúa samfélagið á Reykjanesskaga fyrir almyrkva sem verður á sólu í ágúst á næsta ári. Í hópnum eiga sæti lögreglustjórinn á Suðurnesjum, fulltrúar frá sveitarfélögunum fjórum á svæðinu; Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélaginu Vogum, auk fulltrúa frá Reykjanesvarðangi og Almannavörnum.Fyrsti fundur hópsins verður í maí. Meðal verkefna hans er að undirbúa svæðið fyrir komu ferðamanna. Til að mynda þarf að kortleggja framkvæmdaþörf vegna komu fólks. Meðal áhersluatriða er að tryggja öryggi vegfarenda.„Þegar þú ert með svona mikinn fjölda af fólki og bílaumferð ofan í það, þá getur það kallað á einhver meiriháttar slys, þannig að það þarf að afmarka bæði akreinar og bílastæði og svo gönguleiðir sérstaklega,“