Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Nú ráðum við við ástandið“

Vinnumálastofnun hefur ákveðið að segja upp samningi við þrjú sveitarfélög, Hafnarfjörð, Reykjavík og Reykjanesbæ, um þjónustu um alþjóðlega vernd. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að umsækjendum hafi fækkað mikið. Nú sé ástandið orðið viðráðanlegt.Sveitarfélögin og Vinnumálastofnun hafa hingað til sameiginlega aðstoðað fólk sem kemur til landsins og óskar eftir alþjóðlegri vernd. Mbl.is greindi frá þessu í dag. „Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi og við teljum að það sé mun hagstæðara að við tökum bara alla þessa þjónustu yfir og búum til nokkrar stærri stöðvar, þar sem við getum sinnt þessu fólki mjög vel,“ segir Unnur. Hvað þýðir það að setja upp stærri stöðvar, hvernig lýsir það sér? „Það er til dæmis eins og hefur verið að lýsa varðandi JL húsið, að við erum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera