Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Samherji lýkur fjármögnun fyrsta áfanga landeldisstöðvar

Samherji hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun. Fjármögnun þessa fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Hundrað ný störf verða til í stöðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Ný landeldisstöð heitir Eldisgarður og framkvæmdir við hann hófust í október í fyrra. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgangi að 100% endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera