Samherji hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun. Fjármögnun þessa fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Hundrað ný störf verða til í stöðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Ný landeldisstöð heitir Eldisgarður og framkvæmdir við hann hófust í október í fyrra. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgangi að 100% endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum.