Dómarinn Hannah Dugan í Milwaukee var handtekin af bandarísku alríkislögreglunni FBI. Dugan er sökuð um að hafa viljandi komið í veg fyrir að innflytjandi væri handtekinn í síðustu viku. Kash Patel, stjórnandi FBI, segir innflytjandann hafa komist af vettvangi, en lögreglumenn hafi náð honum á hlaupum. Maðurinn hefur verið í haldi síðan þá. Patel segir hegðun dómarans hafa stefnt almenningi í hættu.NTBPatel birti yfirlýsinguna á samfélagsmiðlinum X. Skömmu síðar var hún horfin. Dugan var handtekin klukkan átta í morgun að staðartíma í héraðsdómstól í Milwaukee.