Krían hefur sést við Reykjavíkurtjörn og þar iðar allt af lífi. Hún heldur sig ekki bara í miðborginni því kríur hafa líka sést við Mývatn og þykja heldur snemma á ferðinni.Þó engar kríur hafi verið við Tjörnina þegar fréttamann bar að um hádegið var þar urmull máfa auk þess sem sjá mátti nokkrar tegundir anda. Stefán Már Stefánsson, líffræðingur við Hafrannsóknastofnun, segir lífríkið undir yfirborði Tjarnarinnar líka hafa tekið við sér síðustu ár. „Já, við höfum fyrst og fremst séð aukningu í gróðri,“ segir Stefán.„Tjörnin hefur gróið upp. Fyrir 2015 var mjög lítill botngróður í henni en eftir það hefur hún verið að gróa upp og svona frá 2015-20 þá var hún alveg algróin.“Mest er af vatnaplöntunni smánykru á botninum en svo eru líka stærri plöntur eins og fjallnykra. Botninn er orðinn þét