„Við erum í okkar eigin sálmamaraþoni í Skagafirði og erum að heimsækja sem flestar kirkjur í firðinum,“ segir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti og kórstjóri. Farið var í 16 kirkjur og einn sálmur sunginn í hverri. Innblásturinn er sóttur í sálmamaraþon sem Þjóðkirkjan stóð fyrir. Kór Möðruvallaklausturskirkju gat ekki tekið þátt í því og þá kviknaði hugmyndin um að halda eigið maraþon í Skagafirði.Kórfélagar voru sammála um að það væri gaman að heimsækja svo margar kirkjur og prófa að syngja í þeim. Álagið var mikið og dagskráin þétt enda þurfti að komast í allar 16 kirkjurnar á aðeins tveimur dögum. Þótt dagarnir væru langir var stemningin alltaf í hæstu hæðum, eins og sjá má í innslaginu fyrir ofan.