Alfa Framtak hefur klárað fjármögnun á nýjum 22 milljarða framtakssjóði, sem getur stækkað enn frekar, en til viðbótar við breiðan hóp íslenskra stofnana- og fagfjárfesta er Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF) meðal kjölfestufjárfesta með um tuttugu prósenta hlutdeild. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir fjárfestar koma að stofnun á íslenskum framtakssjóði en áætlað er að sjóðurinn hjá Alfa muni koma að fjárfestingum í átta til tólf fyrirtækjum hér á landi.