Mahmoud Khalil, einn af leiðtogum stúdentamótmælanna gegn Gaza-stríðinu í Columbia-háskóla í New York, missti af fæðingu sonar síns í gær eftir að bandarísk stjórnvöld neituðu að veita honum tímabundna lausn til að vera með eiginkonu sinni.„Þetta var vísvitandi ákvörðun ICE til að kvelja mig, Mahmoud og son okkar,“ sagði Noor Abdalla, eiginkona Khalils, í yfirlýsingu. Hún og nýfæddur sonur þeirra Khalils eru bandarískir ríkisborgarar. „Við sonur minn ættum ekki að vera að fóta okkur í gegnum fyrstu daga hans á jörðu án Mahmouds. ICE og stjórn Trumps hafa stolið dýrmætum stundum af fjölskyldu okkar til að þagga niður í stuðningi Mahmouds við frjálsa Palestínu.“Khalil var handtekinn þann 8. mars af innflytjendalögreglu (ICE) þrátt fyrir að vera með grænt kort, sem tryggir venjulega búsetuley