Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Harvard fer í mál við Trump

Harvard-háskóli, einn virtasti háskóli Bandaríkjanna, höfðaði í gær mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn og háskólinn hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu eftir að háskólinn neitaði að fara að kröfum Trumps um víðtækar breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuferli skólans. Stjórnin segir breytingarnar nauðsynlegar til að sporna við Gyðingahatri í háskólasamfélaginu.Trump frysti fjárveitingar til Harvard eftir að stjórn háskólans neitaði að verða við kröfum hans. Trump hefur einnig hótað að svipta Harvard skattfrelsi ef skólinn hlýðir honum ekki.„Þetta mál snýst um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að beita afturköllun alríkisstyrkja sem skiptimynt til að ná stjórn á fræðilegri ákvarðanatöku við Harvard,“ sagði háskólinn í kærunni sem afhent var alr

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera